Ísafjörður í kvöld: Taka tvöPrenta

Körfubolti

Okkar menn í grænu gera í dag aðra tilraun til þess að mæta Vestra í Subwaydeild karla. Um er að ræða frestaðan leik sem settur var á í kvöld kl. 19:15.

Ljóst er að Vestramenn munu selja sig dýrt í kvöld enda eru 8 stig eftir í pottinum fyrir þá og 6 stig í næsta lið sem ekki er í fallsæti. Að sama skapi er baráttan um deildarmeistaratitilinn enn fyrir hendi hjá Njarðvík með 26 stig í 2. sæti deildarinnar en Þór Þorlákshöfn vermir toppsætið með 30 stig.

Við höfum sömuleiðis 8 stig í pottinum fram að deildarlokum. Fjórir leikir og lokaspretturinn í deildarkeppninni hefst í kvöld á Ísafirði, næst er heimaleikur 25. mars gegn nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar og því næst liggur leiðin í Seljaskóla gegn ÍR þann 27. mars. Síðasti deildarleikurinn er svo sjálfur hinn klassíski þegar Keflavík mætir í Ljónagryfjuna 31. mars.