Inkasso deildin; Fram – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Annar útileikurinn í röð og nú gegn Fram á Laugardalsvelli. Fram situr nú í 6. sæti með 20 stig fjórum meira en Njarðvík sem er í 8. til 9. sæti. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Njarðvík, hver leikur héðan í frá er dýrmætur í stiga söfnuninni. Það er fín spá fyrir daginn og við hvetjum okkar fólk á höfðuborgarsvæðinu að mæta og hvetja liðið áfram það er nóg pláss í stúkunni.

Allir á völlinn, áfram Njarðvík.


Fyrri leikurinn

Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 2 – 2 á Njarðtaksvellinum þann 8. júní. Njarðvík náði forystunni með marki Bergþórs Inga Smárasonar á 17 mín og Helgi Þór Jónsson bætti við öðru marki á 72 mín. Frammarar minnkuðu munin á 75 mín og náðu svo að jafna á 88 mín. Þetta var einn af þeim leikjum sem við misstum frá okkur.

FRAM – NJARÐVÍK
sunnudaginn 19. ágúst kl. 14:00
Laugardagsvöllur

Inkasso-deildin  staðan

Dómari Marius Hansen Grötta
Aðstoðardómari 1 Kristján Már Ólafs
Aðstoðardómari 2 Jörgen Rönning Valstadsve
Eftirlistmaður Viðar Helgason