Inkasso-deildin; Fram – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Sautjánda umferð Inkasso-deildarinnar hefst í kvöld þegar við heimsækjum Fram í Safamýrina. Á morgun eru fjórir leikir og einn á laugardag.

Þetta er eins og allir komandi leikir hjá okkur uppá sex stig hver, við erum upp við vegg og þurfum á öllu okkar að halda, dugnaði, heppi og miklum stuðning. Við vonumst til að sjá sem flesta á vellinum í kvöld til að hvetja okkar menn áfram.

Áfram Njarðvík!

Hvar og hvenar er leikurinn?
Leikurinn fer fram fimmtudaginn 15. ágúst kl. 19:15 á í Safamýri.

Hverjir dæma?
Dómari Sigurður Guðgeir Einarsson
Aðstoðardómari Ragnar Þór Bender
Aðstoðardómari Sævar Sigurðsson
Eftirlitsmaður Kristinn Jakobsson

Hverning fór fyrri leikurinn?
Fyrri leikurinn fór fram laugardaginn 11. maí á Rafholtsvellinum, leiknum lauk með 0 – 1 sigri Fram.
Leikskýrslan Njarðvík – Fram

Hvað höfum við leikið oft við Fram?
Njarðvík og Fram hafa mæst alls níu sinnum í mótsleikjum.

Leikir Sigur Jafntefli Tap Mörk
B deild 5 0 2 3 2 –  7
Bikarkeppni 2 1 0 1 3  –  3
Deildarbikar/Lengjubikar 2 0 0 2 3  –  9
9 1 2 6 8  –  19

Er leikurinn sýndur beint?
Ekki er vitað hvort það sé.

Hverning er staðan í Inkasso-deildinni?
Inkasso-deildin staðan

Hvenar er næsti leikur?
Njarðvík – Magni laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00 á Rafholtsvellinum.