Inga María Henningsdóttir Massakona gerði sér lítið fyrir og hneppti sér í gull verðlaun í Katrineholm í Svíðþjóð nú á dögunum.
Inga keppti í -84kg flokki en vigtaðist sjálf ekki nema 72,6kg. Inga lyfti best 142,5kg í hnébeygju, 72,5kg í bekkpressu og 135kg í réttstöðu. Samanlagt 350kg.
Inga María hefur dugleg að æfa og er svo sannarlega vel að titlinum kominn. Næst á dagskrá hjá henni er Íslandsmeistaramót unglinga og öldunga sem verður haldið í Kópavogi 19.mars.
Við viljum óska Ingu Maríu innilega til hamingju með titilnn og óskum við henni góðs gengis á næsta móti.