ÍM50 eftir tvær vikurPrenta

Sund

Þegar aðeins 14 dagar eru eftir þar til ÍM50 hefst eru sundmenn komnir í lokaundirbúning fyrir mikilvægasta 50 m mót tímabilsins á Íslandi.; Þemað í aðdraganda mótsins hefur verið að sundmenn (og fjölskyldur þeirra) beri sjálfir meiri ábyrgð á undirbúningnum. Allir fengu ráðleggingar um fjölda æfinga og markmiðstíma fyrir æfingar sem voru byggðir á þeim markmiðum sem sundmenn settu sér sjálfir fyrir mótið. Allir sem skiluðu inn vinnubókinni sinni fengu tækifæri til þess að vinna í 20 mín á hverri æfingu í myndbandsgreiningu á sundinu sínu með yfirþjálfara; Margir sundmenn fóru eftir þessum leiðbeiningum. Sumir hafa mætt mjög vel á æfingar, sumir hafa náð markmiðstímunum sínum reglulega, sumir hafa unnið vel að tækniatriðum og sumir skiluðu alltaf inn vinnubók það voru sumir sem gerðu allt þetta og svo auðvitað sumir sem gerðu það ekki.; Eins og stundum er sagt, þú getur leitt hestinn að vatninu en þú getur ekki neytt hann til þess að drekka.; Þetta er nákvæmlega það sem við erum búin að vera að vinna að hjá elstu sundmönnunum. Ef þeir ætla að æfa þá á það að vera fyrir þá sjálfa og til þess að auðga líf þeirra en ekki eitthvað sem þeir eru þvingaðir til að gera. Hér hjá okkur í ÍRB höfum við oft séð það að sundmenn sem leggja aðeins meira á sig en þeir þurfa ná oft miklum árangri. Með aldrinum þarf sífellt meira að leggja á sig til þess að ná árangri. Þetta er erfitt og sundmenn verða að taka sínar eigin ákvarðanir.; Í ár er slagorðið hjá elstu sundmönnunum-Mín frammistaða, mínar ákvarðanir. (My performance, my choices).; Þetta mun koma skýrt í ljós á ÍM50 þar sem slagorðið „Mín frammistaða, mínar ákvarðanir“ breytist í „Mín frammistaða endurspeglar ákvarðanir mínar“; Enginn getur falið sig á keppnisdegi, í 95% tilvika veltur árangur á því hversu mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning.; Tvær vikur eftir, skellum okkur í þetta!