Hvetjum alla iðkendur að hlaupa til styrkar Minningarsjóðs ÖllaPrenta

Körfubolti

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 19. ágúst næstkomandi. Eins og mörgum er kunnugt fer fram ýmiskonar áheitasöfnun við maraþonið inni á www.hlaupastyrkur.is

Í tilefni af maraþoninu vill Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur vekja athygli á Minningarsjóði Ölla.

Í gegnum árin hefur sjóðurinn styrk ótal börn og unglinga svo þau geti æft mismunandi íþróttir í félögum úti um allt land.

Minningarsjóður Ölla var stofnaður til minningar um körfuknattleiksmanninn og Njarðvíkinginn Örlyg Aron Sturluson. Sjóðurinn hefur það markmið að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem eiga ekki kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra og umsjónarmanna. Sjóðurinn veitir styrki fyrir æfingagjöldum, búnaði og keppnis- og æfingaferðum.

Aðeins 16 ára var Örlygur heitinn orðinn lykilmaður í meistaraflokksliði Njarðvíkur. Hann spilaði með unglingalandsliði og A-landsliði Ísland og var oðinn einn af albestu leikmönnum úrvalsdeildarinnar tímabilið 1999-2000 þegar hann lést af slysförum 16.janúar árið 2000.

Á ári hverju hlaupa margir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni sjóðsins og miklu hefur verið safnað ár hvert. Það er ennþá hægt að skrá sig í hlaupið og nú þegar hafa 7 hlauparar skráð sig til að hlaupa í nafni sjóðsins og safna áheitum fyrir hann.

Hlauparanir eru á öllum aldri og hvetum við alla okkar iðkendur og foreldra að skrá sig í hlaupið eða styrkja sjóðinn.

Hér að neðan er slóð inn á sjóðinn og inná styrktarsíðu Reykjavíkur maraþonsins.

Minningarsjóður Ölla

Haupastyrkur: Minningarsjóður Ölla