HUG verktakar slást í för með körfuknattleiksdeildinni í veturPrenta

Körfubolti

Það er auðvelt orða grín að segja að það sé hugur í HUG verktökum. En það er hinsvegar ekkert grín í því að þeir hjá HUG hafi stokkið um borð í dag og koma til með að styrkja körfuknattleiksdeildina í vetur. Ásta Mjöll Þorsteinsdóttir mætti fyrir hönd HUG verktaka í dag og kvittaði undir samstarfssamning á milli HUG og Kkd. Stórkostleg viðbót við annars huggulegan hóp og um leið og við þökkum fyrir okkur bjóðum við HUG verktaka velkomna um borð.

Mynd: Ásta Mjöll og Hafsteinn Sveinsson handsala brakandi ferskum samningi