Hin danska Hesseldal semur við NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Danska landsliðskonan Emilie Sofie Hesseldal mun leika með Njarðvík á komandi tímabili í Subwaydeild kvenna.

Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkurliðsins var hæstánægður þegar samningar voru í höfn. „Hesseldal þekkir íslensku deildina eftir að hafa leikið með Skallagrím þar sem hún hjálpaði þeim að verða bikarmeistarar og þá var hún einnig á meðal bestu leikmanna deildarinnar þetta tímabilið.”

Hesseldal er margreyndur leikmaður sem hefur reynt fyrir sér í Danmörku, Portúgal, Íslandi og Svíþjóð eftir að hún lauk háskólanámi. Hún hefur verið frákastahæsti leikmaður deildarinnar í öllum deildum þar sem hún hefur leikið og var leikmaður ársins í dönsku deildinni 2022 og í tvígang valin besti leikmaður úrslitanna í Danmörku.