Helgi Ingólfur 60 áraPrenta

Körfubolti

Þó kappinn líti ekki út fyrir að vera eldri en hinn hefðbundni háskólanemi þá er það nú bláköld staðreynd að Helgi Ingólfur Rafnsson slær í sex tugi í dag. Helgi Rafns eins og hann er jafnan þekktur innan veggja UMFN stóð vaktina þó nokkur ár undir körfunni fyrir félagið og með Ajax brúsann þreif hann spjöldin með fráköstum sínum. Um leið og við óskum Helga hamingjuóskir með stórafmælið þá nýtum við okkur nýjan tölfræði vef þeirra Körfustattnörda og sýnum ykkur hvar Helgi stóð sig best. Það kannski kemur ekki á óvart, en Helgi átti sína bestu leiki stigalega séð gegn einmitt þeim andstæðingum sem telfdu fram hæðstu leikmönnunum. Gegn Val skoraði hann mest 28 stig en þar voru Símon Ólafsson og Magnús Matthíasson iðulega undir körfunni. Það var svo gegn Haukum sem að Helgi setti 25 stig á Ívar nokkurn Webster sem í raun var á hæðinni fyrir ofan Helga. Sérgrein Helga voru hinsvegar fráköstin og það vopn nýtti hann sér best á ferlinum gegn erkifjendunum hinumegin við lækinn. 29 fráköst gegn Keflavík takk fyrir takk!

Hamingjuóskir Helgi Rafns!