Helena, Lára, Vilborg og Róbert Sean í U18 ára landsliðinPrenta

Körfubolti

Við getum seint hætt að monta okkur af landsliðsmönnum okkar en í gær var tilkynnt um loka hópa U18 ára landsliða sem koma til með að halda til Kisakallio í Finnlandi og leika þar á Norðurlandamóti þann 16.-20. ágúst.  Helena Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir og Lára Ösp Ásgeirsdóttir eru allar í hópnum hjá kvennaliði U18 og svo er hann Róbert Sean Birmingham í hóp karlaliðsins.  Stúlkurnar að sjálfsögðu allar í meistaraflokksliði okkar sem mun leika í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð og Róbert Sean sem stendur með liði Baskonia á Spáni.  Leikið er gegn Finnum, Dönum, Svíum, Eistum og Norðmönnum

Ferðast verður út 15. ágúst og komið heim 21. ágúst.

 

Til hamingju með landsliðsvalið öll!!