Heimkoma HeimsmeistaranaPrenta

UMFN

Elsa Pálsdóttir og Hörður Birkisson eru heimsmeistarar í kraftlyftingum. Þau kepptu á HM í Mongólíu nú á dögunum. Með þeim til halds og trausts var að sjálfsögðu þjálfari þeirra, Kristleifur Andrésson ásamt Hönnu Harðardóttir og Sigurþóri Stefánssyni.

Hópurinn fékk góðar móttökur í Leifstöð er þau komu heim eftir langt ferðalag. Fulltrúar UMFN og Massa afhentu þremenningunum gjafir og Friðþjófur Helgi Karlsson færði þeim blómvönd fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Við óskum þeim enn og aftur til hamingju með þennan frábæra árangur!

Hér má finna umfjöllun frá helstu miðlum um árangur þeirra.

UMFN: Elsa og Hörður nýkrýndir Heimsmeistarar

RÚV: Elsa heimsmeistari þriðja árið í röð

Vísir: Elsa heimsmeistari þriðja árið í röð og setti tvö heimsmet

MBL: Elsa og Hörður Heimsmeistarar

VF: Elsa og Hörður Heimsmeistarar í Kraftlyftingum