Heiða Björg og Aníta klárar í baráttuna næsta tímabilPrenta

Körfubolti

Tveir úr hópi aldursforsetanna í ungu kvennaliði Njarðvíkur á síðustu leiktíð hafa framlengt við félagið fyrir komandi átök í Domino´s-deild kvenna næsta haust. Þetta eru stöllurnar Heiða Björg Valdimarsdóttir og Aníta Kristmundsd. Carter.

Heiða er 25 ára gamall bakvörður/framherji og var með tæplega fjögur stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Nú verður hún að nýju sameinuð við Hallgrím Brynjólfsson þjálfara liðsins en Heiða lék undir stjórn Hallgríms í Hamri þar sem hún spilaði tímabilið 2015-2016.

Aníta er 21 árs gamall bakvörður sem hefur lítið komið við sögu með Njarðvíkurliðinu í hart nær þrjú ár vegna meiðsla en hún fékk bót sinna meina í aðgerð í janúarmánuði og hefur æft stíft undanfarið til að koma öflug inn með liðinu á haustmánuðum.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur prísar sig sæla með áframhaldandi samstarf við þær Heiðu og Anítu.

Mynd/ Aníta og Heiða við inganginn í Ljónagryfjunni í Njarðvík ásamt húsráðanda.

#ÁframNjarðvík
#EnterTheLion