Haukar í heimsókn á fimmtudagPrenta

Körfubolti

Níunda umferð Domino´s-deildar karla hefst næstkomandi fimmtudag og þá koma Haukar í heimsókn í Njarðtaks-gryfjuna. Leikurinn hefst kl. 19.15 og tvö rándýr stig í boði.

Um þessar mundir eru Haukar í 5. sæti með 10 stig og Njarðvík í 7. sæti með 8 stig og því mikilvægt að ná í sigur og klifra enn hærra í töflunni.

Njarðvík vann góðan sigur á KR í síðustu umferð í DHL-Höllinni og Haukar urðu fyrstir liða til að vinna Keflavík í deildinni þetta tímabilið í fjarveru Milka sem tók út leikbann í liði Keflavíkur.

Á fimmtudag er hamborgaraleikur, gómsætir borgarar klárir frá kl. 18.00 svo það er um að gera að fjölmenna í Njarðtaks-gryfjuna, gæða sér á borgara og sjá hörku leik. Þið mætið græn!

Viðburður á FB: Njarðvík-Haukar

#ÁframNjarðvík

Staðan í deildinni