Hámundur Örn Helgason ráðinn þjálfari 2. flokksPrenta

Fótbolti

Knattspyrnudeildin hefur samið við Hámund Örn Helgason um þjálfun 2. flokks næstu tvö árin. Hámundur Örn er 31 árs og hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari hjá Hvöt á Blönduósi sl. fimm ár og komið að þjálfun nánast allra flokka félagsins ásamt því að spila með meistaraflokki. Hann mun hefja störf hjá Njarðvík um næstu áramót þegar hann flytur búferlum hingað, fram að áramótum mun Þórir Rafn Hauksson sjá um þjálfun 2. flokks. Knattspyrndeildin bindur miklar vonir við þessa ráðningu þar sem það er stefna deildarinnar að taka á og auka metað í starfsemi flokksins.

Hámundur Örn er ekki alveg ókunnur hér enda Njarðvíkingur að uppruna, hann var á tímabili í yngri flokkum hérna meðan hann bjó hér. Foreldrar hans eru bæði búsett hér í hverfinu en faðir hans er Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar og fyrrum þjálfari meistaraflokks Njarðvíkur. Knattspyrnudeildin býður Hámund Örn velkomin til liðs við deildinna.

Mynd / Hámundur Örn og Árni Þór formaður.