Halldóra vann iPhone XR í jólahappdrættinuPrenta

Körfubolti

Það var Halldóra Jóna Guðmundsdóttir sem hlaut fyrsta vinning í jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á dögunum. Fyrsti vinningur var nýr iPhone XR og var Halldóra að vonum ánægð með nýja símann sinn.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur vill þakka öllum sem studduð við happadrættið með því að gefa vinninga eða kaupa miða. Happadrættið er mikilvægur liður í starfsemi og fjáröflun deildarinnar og gríðarlega ánægjulegt hve margir tóku þátt.

Við minnum svo á leik kvöldsins, Njarðvík-Grindavík kl. 19:15 í Ljónagryfjunni og funheitir borgarar frá kl. 18:00.

Eitthvað er enn af vinningum á skrifstofu KKD UMFN sem eru ósóttir í happdrættinu og verður hægt að sækja þá á leiknum í kvöld.

Mynd/ Halldóra sigurvegari í jólahappdrættinu með nýja símann.