Guðný og Hjörvar heiðruð í grannaglímunniPrenta

Körfubolti

Guðný Karlsdóttir lætur brátt af störfum sem formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og með henni úr ráðinu gengur eiginmaður hennar Hjörvar Örn Brynjólfsson. Síðustu ár hafa þau hjónin unnið gríðarmikið og gott starf fyrir yngri flokkana í Njarðvík í körfuknattleik.

Guðmundur Helgi Albertsson varaformaður Barna- og unglingaráðs tók til máls fyrir stórviðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í Subwaydeild karla þar sem Guðnýju og Hjörvari voru færðar þakkir fyrir sín störf í þágu félagsins. UMFN.is fékk með leyfi Guðmundar að birta þau orð sem hann lét falla í Ljónagryfjunni við þetta tilefni.

Kæru Njarðvíkingar og nágrannar.

Guðmundur heiti ég og með mér er hluti af unglingaráði kkd. UMFN. Það áttu því miður ekki allir í unglingaráði heimagengt á þennan leik en okkur í Barna- og unglingaráði kkd UMFN finnst viðeigandi að nýta þetta tækifæri að heiðra fráfarandi formann Barna og unglingaráðs og eiginmann hennar sem jafnframt situr í ráðinu fyrir vel unnin störf og fórnfýsi fyrir hönd Barna- og unglingaráðs.

Guðný og Hjörvar það hefur verið heiður að fá að vinna með ykkur á þessum vettvangi undanfarinn ár og vonast ég til þess að við fáum að njóta krafta ykkar áfram í tengslum við sameiginlegt verkefni barna og unglingaráða kkd UMFN og Keflavikur við framkvæmd Nettó-móts.

Barna og unglingaráð hefur ákveðið að færa ykkur smá þakklætisvott sem inniheldur þennan blómvönd og smá dekurpakka sem þið getið vonandi gefið ykkur tima til að njóta þegar losnar um þann tíma sem annars hefði farið í störf unglingaráðs. Eins viljum við færa ykkur árskort á alla heimaleiki KKD UMFN í samstarfi við stjórn kkd UMFN.

Með þessum orðum og með þeim aðillum sem áttu heimagengt af barna og unglingaráð kkd. UMFN mér við hlið vil ég biðja ykkur öll að rísa úr sætum og gefa Guðnýju og Hjörvari gott klapp og sýna með því smá þakklætisvott fyrir þeirra framlag til félagsins.

Mynd/ Jón Björn – Guðný með þakklætisvottinn frammi fyrir smekkfullri Ljónagryfju nokkrum mínútum fyrir El Classico í Subwaydeild karla.