Grjótgarðar bætast í LjónahjörðinaPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Grjótgarðar hafa gert með sér nýjan samstarfssamning en Grjótgarðar verða næstu tvö árin á meðal helstu samstarfsaðila körfuknattleiksdeildarinnar. Hjalti Már Brynjarsson eigandi Grjótgarða og Brenton Birmingham varaformaður KKD UMFN undirrituðu samstarfið í gær.

„Samstarf við Grjótgarða skiptir okkur miklu máli enda mikilvægt að fólk og fyrirtæki taki virkan þátt í starfinu okkar. Njarðvík teflir fram sterku liði í vetur og okkar markmið er að byggja enn frekar ofan á þá frábæru stemmningu sem skapaðist í kringum liðið okkar á síðustu leiktíð,“ sagði Brenton varaformaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Hjalti tók í sama streng.

„Við hjá Grjótgörðum höfum ekki farið varhluta af því öfluga starfi sem unnið er í Njarðvík og viljum taka þátt í að byggja enn frekar undir metnaðarfull framtíðaráform deildarinnar,“ sagði Hjalti sem stofnaði Grjótgarða 2012. Grjótgarðar bjóða uppá alla almenna jarðvegsvinnu, lóðarfrágang og almennt viðhald á lóðum svo sem trjáklippingar, hellulögn, grjóthleðslu ásamt allri almennri jarðvinnu. Nánar má kynna sér starfsemi fyrirtækisins inni á grjotgardar.is

Mynd/ Jón Björn: Brenton Birmingham varaformaður KKD UMFN og Hjalti Már Brynjarsson eigandi Grjótgarða ásamt leikmönnum í meistaraflokki Njarðvíkur.