Grindavík og Njarðvík sameina meistaraflokka í knattspyrnu kvennaPrenta

Fótbolti

Formenn knattspyrnudeilda Grindavíkur og Njarðvíkur skrifuðu í gærkvöldi undir samning þess efnis að meistaraflokkar kvenna UMFG og UMFN tefli fram sameiginlegu liði í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á næsta tímabili.

Njarðvík hefur tekið þátt í bikarkeppni kvenna síðastliðin tvö tímabil, og ljóst að stefnan hefur verið að senda meistaraflokk kvenna í deildarkeppni á næstu árum.
Nú hafa náðst samningar um sameiningu við meistaraflokk kvenna úr Grindavík og óhætt að segja um sé að ræða heillaskref fyrir bæði félög.

Nánari umfjöllum og viðtöl frá Víkurfréttum má sjá hér að neðan:
https://www.vf.is/ithrottir/grindavik-og-njardvik-sameina-meistaraflokka-i-knattspyrnu-kvenna
https://www.vf.is/ithrottir/stort-skref-fyrir-kvennaknattspyrnu-a-sudurnesjum

Áfram Grindavík – Það liggur í loftinu!
Áfram Njarðvík – Fyrir Fánann og UMFN!

Myndir: VF/JPK