Grænn ReykjanesbærPrenta

Körfubolti

Ljónin eru á toppi Domino´s-deildar karla eftir öflugan sigur gegn Keflavík í gærkvöldi! Lokatölur 85-88 eftir að hafa leitt 35-50 í hálfleik. Elvar Már Friðriksson leiddi ljónin í gærkvöldi með 32 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar. Þá voru Jeb Ivey og Maciek Baginski báðir með 17 stig í gær.

Enn einn æsispennandi slagur grannaliðanna fyrir fullu húsi og ekki laust við að það væri smá úrslitakeppnis-fílingur í þessu. Leikurinn í gærkvöldi staðfesti það sem allir í Reykjanesbæ vita, viðureignir þessara liða eru rjóminn í íslenskum körfuknattleik.

Næst á dagskrá er hörkuleikur gegn Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni þann 10. janúar næstkomandi kl. 19:15. Við höldum áfram að hvetja Njarðvíkinga til að mæta í grænu, fylla Gryfjuna og styðja okkar menn í toppbaráttunni.

Tölfræði leiksins
Myndasafn úr leiknum (SBS)
Umfjöllun VF.is um leikinn
Umfjöllun Karfan.is um leikinn
Umfjöllun Vísir.is um leikinn
Umfjöllun Mbl.is um leikinn