Glíma og gamanPrenta

Glíma

Glíma og gaman Námskeið fyrir krakka í 5.-7. Bekk sem vilja hafa gaman í sumar og læra grunn í glímu og sjálfsvörn með því. Á námskeiðinu læra krakkarnir til dæmis að detta rétt og meiða sig sem minnst, þau læra grunn að sjálfsvörn og aga í íþróttum. Námskeiðið verður í 3 vikur í senn og verður það keyrt þrisvar yfir sumarið. Æft verður alla virka daga frá 08:00-11:00. Námskeiðin hefjast 14. júní, 12. júlí og 9. ágúst.