Maciej Baginski er nýlentur aftur heima á Íslandi eftir leik með A-landsliðinu gegn Belgíu síðastliðna helgi. Við tókum púlsinn á kappanum fyrir framhaldið en næst á dagskrá er risaleikur í Domino´s-deildinni gegn Stjörnunni í Garðabæ. Maciej eins og restin af liðsfélögum hans í Njarðvíkurliðinu er gríðarlega sáttur við þann mikla stuðning sem liðið hefur fengið á tímabilinu.
Erfiður leikur í Belgíu, miklar breytingar að eiga sér stað með brotthvarfi Jóns og Hlyns og Loga á undan þeim. Hvernig sérðu framhaldið hjá landsliðinu fyrir þér?
Þetta eru rosa miklar breytingar og tæknilega séð nýtt lið með nýjum mönnum til að taka við góðu búi. Fyrir mig persónulega þá er markmiðið mitt að reyna vinna mig inni liðið og fá fleiri tækifæri.
Næsti deildarleikur er gegn Stjörnunni, hvernig leggst sá leikur í þig?
Stjarnan er heitasta liðið í deildinni í dag og það verður mjög erfitt að sækja sigur á heimavelli þeirra. En ég hef mikla trú á okkar liði og við förum inni þennan leik með eitt i huga og það er sigur.
Stuðningurinn við liðið undanfarið. Menn sáttir með Ljónahjörðina?
Stuðningurinn er búinn að vera alveg frábær og örugglega með því betra sem ég hef orðið vitni af á íslandi. Ég vill þakka fyrir þenna frábæra stuðning og vill hvetja alla að halda áfram að láta sjá sig því þetta gefur okkur þvílika orku inn í leikina
Hvernig finnst þér Erik Catenda passa inn í hópinn?
Erik er frábær, passar mjög vel inni í hópinn og vill vel fyrir liðið. Algjör liðsmaður. Inná vellinum gefur hann okkur nýjar víddir sérstaklega í varnarleiknum með lengd sinni. Mjög spenntur að sjá hvað muni koma frá honum í næstu leikjum.
Hverjir verða deildarmeistarar?
Þetta er ennþá i okkar höndum og algjörlega undir okkur komið að sækja deildarmeistaratitilinn.