Gabríel Sindri semur við NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Bakvörðurinn Gabríel Sindri Möller hefur gert eins árs samning við Njarðvík. Garbríel hlaut á dögunum Elfarsbikarinn á lokahófi yngri flokka í Njarðvík en hann er afhentur efnilegasta leikmanni karla í yngri flokkum. Samningur Njarðvíkur og Gabríels er til eins árs.

Gabríel er lykilmaður í unglingaflokki og átti til að mynda frábæran leik í úrslitaleik um Íslandsmeistartitilinn nú í vor þar sem hann stýrði leik liðsins með mikilli festu. Gabríel fór á venslasamning með meistaraflokki Gnúpverja sem spila í 1.deildinni um miðjan síðasta vetur og stóð sig mjög vel þar, hann var valinn efnilegasti leikmaður liðsins og einnig efnilegasti leikmaður meistaraflokks UMFN.

Gabríel  var valinn í æfingahóp U20 ára lið Íslands sem mun taka þátt í Evrópukeppni í sumar.

Mynd/ Páll Kristinsson og Gabríel Sindri handsala samninginn.