AG Seafood áfram einn af helstu bakhjörlum NjarðvíkurPrenta

Körfubolti

Nýverið framlengdu Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og AG Seafood samstarfs- og styrktarsamningi sínum. Það voru þau Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN og Arthur Galvez framkvæmdastjóri AG Seafood sem kvittuðu undir nýjan samning á dögunum.

AG Seafood hefur um árabil verið öflugur samstarfsaðili deildarinnar og Arthur Galvez fylgt liðinu allt frá blautu barnsbeini. Þess má t.d. geta að bróðir Arthurs, Daníel S Galvez, varð Íslandsmeistari með Njarðvík árið 1991 eftir 3-2 sigur á Keflavík í úrslitum deildarinnar.

AG Seafood hefur starfsemi í Sandgerði og er hátækni afurðavinnsla í sjávarútvegi sem býður upp á hráefni úr ábyrgri veiði við Íslandsmið.

Heimasíða AG Seafood
Facebook-síða AG Seafood