Fyrsti sigurinn í júní mánuði síðan 2014.Prenta

Fótbolti

Njarðvík náði í dag að leggja Aftureldingu úr Mosfellsbæ að velli með einu marki gegn engu. Þetta var því fyrsti sigur okkar á í júnímánuði síðan 2014. Afturelding var í öðru til þriðja sæti í deildinni fyrir leikinn með einu stigi meira en Njarðvík og sigurinn því afar sætur.

Aðstæður voru eins og best var á kosið á Njarðtaksvellinum þegar góður dómari leiksins blés upphafsflautið. Hægur andvari, 10 stiga hiti og völlurinn mjúkur eftir rigningarnar undanfarna daga. Njarðvík byrjaði betur og átti tvö góð færi sem hefðu átt að nægja til koma okkur yfir í leiknum.

Gestirnir úr Mosfellsbæ fóru meir og meir að láta að sér kveða, en þó án þess að skapa sér hættuleg færi. Vörn okkar að spila feikivel, sem og allt liðið raunar. Voru þéttir og ákveðnir í sínum aðgerðum. Staðan eftir 45 mínútur því 0-0.

Afturelding hóf seinnihálfleik eins og þeir luku þeim fyrri, af mikilli ákveðni en náðu samt aldrei að setja Njarðvíkurliðið í nein vandræði.

Liðin skiptust á að sækja, án þess að skapa sér hættuleg færi og stórmeistarajafntefli var í spilunum. En á 75. mínútu fengu Njarðvíkingar dæmda aukaspyrnu rétt utan vítateigs, vinstra meginað, eftir snarpa sókn. Andri Fannar gerði sér lítið fyrir og smellt´onum hægra megin í hornið. Óverjandi fyrir markmann gestanna.

Eftir markið freistuðu heimamenn þess að verja forskotið og drógu sig aðeins aftar á völlinn. Síðasta korterið varð því líflegt þegar Mosfellingar freistuðu þess að jafna, en okkar menn voru mjög vel skipulagðir og gáfu fá færi á sér. Njarðvíkingar áttu nokkur hættuleg upphlaup,  sem hæglega hefðu getað skilað marki. En  1-0 sigur var niðurstaðan sem er gífurlega mikilvægur uppá framhaldið.

Njarðvík er sem stendur í efsta sæti 2. deildar en umferðin klárast með fjórum leikjum á morgun. Næsti leikur okkar er eftir viku gegn Magna á Grenivík.

Leikskýrslan Njarðvik – Afturelding

Staðan í 2. deild

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld

IMG_6643  IMG_6674

IMG_6646  IMG_6675

IMG_6680  IMG_6657

IMG_6666  IMG_6695