Fyrsti sigur U 18 ára stúlkna í Evrópukeppninni kom í gærPrenta

Körfubolti

Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum mótsins í B deild Evrópukeppninar í Búlgaríu kom fyrsti sigur íslenska liðsins í gær gegn Rúmeníu, lokatölur voru 46-47. Eins og fram hefur komið eru 5 leikmenn frá Njarðvík í liðinu og þjálfari liðsins er Ingvar Guðjónsson sem einnig þjálfar hjá félaginu. Lára Ösp Ásgeirsdóttir átti flottan leik fyrir Ísland og skoraði 11 stig og tók 8 fráköst á þeim 30 mínútum sem hún lék. Næsti leikur liðsins er á föstudag gegn Austurríki. Allar upplýsingar um mótið má finna hér http://www.fiba.basketball/europe/u16bwomen/2019 , þar sem allir leikir eru sýndir í beinni útsendingu.