Fyrsti sigur okkar í Breiðholtinu síðan 2002Prenta

Fótbolti

Njarðvík mætti Leikni á gervigrasinu í Breiðholti í kvöld í 2. umferð Inkasso-deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að okkar strákar náðu að landa gríðarlega mikilvægum fyrsta sigri eftir svekkjandi jafntefli í fyrstu umferð, en lokatölur í kvöld voru 2-3. Þetta var fyrsti sigurleikur okkar gegn Leikni í Breiðholtinu síðan 2002.

Njarðvíkurliðið sýndi virkilega góðan leik í kvöld og samstaðan gríðarleg hjá liðinu, og eru varamenn þá ekki undanskildir. Leikurinn var fjörugur og fór vel af stað og voru heimamenn mun meira með boltann í fyrrihálfleik án þess þó að skapa sér nein hættuleg færi, en okkar piltar voru gríðarlega beinskeittir í mörgum hröðum sóknum, sem hefðu getað skilað einu til tveimur mörkum.
Það var því eiginlega gegn gangi leiksins þegar Leiknir náði að komast yfir á 37. mín. Það var svo Arnar Helgi Magnússon sem jafnaði fyrir okkur með frábæru marki eftir hornspyrnu skömmu síðar og staðan því 1-1 í hálfleik.

Um miðbik síðari hálfleiksins kom Luka Jakacic okkur yfir á 2-1 á á Á þessum tímapunkti var Njarðvíkurliðið að spila virkilega vel og var oft nálægt því að bæta við marki eftir hraðar sóknir. Eftir eina slíka,73. mín. á sá markvörður Leiknis sig knúinn til að handleika knöttinn fyrir utan vítateig til að stöðva eitt hraðaupphlaupið og fékk því réttilega að líta rauða spjaldið Hertu Leiknismenn tökin á leiknum við mótlætið og lögðu allt kapp á að jafna metin. Við það opnaðist vörn þeirra ansi oft og á 90. mínútu jók Helgi Þór Jónsson forskotið.

Leiknir minnkaði muninn í blálokin, 3-2. Það dugði ekki til og við fórum því heim með kærkominn þrjú stig. Frábær sigur eftir að hafa lent undir í byrjun leiks. Næsti leikur okkar er á laugardaginn kemur gegn Þór Akureyri á heimavelli.

Fótbolti.net – Skýrslan

Fótbolti.net – Viðtal við Rafn Markús

Leikskýrslan Leiknir R – Njarðvík

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld og fleiri myndir á Facebook síðu deildarinnar.