Fyrsti leikur tímabilsins í Ljónagryfjunni í kvöld!Prenta

Körfubolti

Þá er komið að því. Fyrsti leikur Njarðvíkurkvenna í Domino´s-deildinni tímabilið 2017-2018 er í kvöld þegar Skallagrímur kemur í heimsókn í Ljónagryfjuna kl. 19:15.

Spámenn spakir gera ráð fyrir brekku fyrir Njarðvíkurliðið þessa leiktíðina en okkar konur ætla að blása hana af sér og því mikilvægt Njarðvíkingar að fjölmenna í Ljónagryfjuna í kvöld og styðja okkar konur til sigurs.

Við minnum á að fyrir leik verður hægt að endurnýja aðild sína eða ganga í stuðningsmannaklúbb deildarinnar, Grænu Ljónin. Fulltrúi stjórnar verður á staðnum til að liðsinna við endurskráningar sem og nýskráningar.

Karfan.is ræddi við Hallgrím þjálfara á árlegum blaðamannafundi KKÍ í gær þar sem hann tjáði sig m.a. um spá formanna, fyrirliða og forrráðamanna liða í deildinni.

Viðburður á Facebook

Sjáumst í Gryfjunni!

#ÁframNjarðvík
#ReppaGrænt

 

netto-logo-epli-bl-bakgr