Fyrsta tapiðPrenta

Fótbolti

Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik á Íslandsmótinu í sumar 0 – 3 þegar Höttur kom í heimsókn. Ekki var þetta okkar dagur en liðið náði aldrei að setja sig í gang almennilega í fyrrihálfleik. En það voru gestirnir sem komu ákveðnir til leiks og náðu að setja á okkur tvö mörk á 15 og 26 mín leiksins og staðan þvi 0 – 2 í hálfleik.

Menn mættu af krafti í seinnihálfleikinn og voru staðráðnir í að skora og þeir að koma boltanum í netið eftir klafs fyrir framan markið, dómarinn dæmdi markið af vegna hendi sem menn vildu meina að væri á Hattarmann. En þrátt fyrir þunga sókn fram á lokamínótu tókst Njarðvíkingum ekki að minnka munin heldur náðu gestirnir að bæta við marki á 80 mín. En lokatölur 0 – 3 og fyrsta tapið í mótinu staðreynd.

Þessi úrslit eru okkur vonbrigði og það sérstaklega vegna þess fjölda áhorfenda sem komnir voru til að fylgjast með okkur halda toppsætinu en svona er boltinn. Næsti leikur okkar er á laugardaginn kemur á Ísafirði gegn Vestra.

Myndirnar eru úr leiknum í dag.

Leikskýrslan Njarðvík – Höttur

Staðan í 2. deild.

IMG_8575    IMG_8585

IMG_8615    IMG_8619

IMG_8604    IMG_8587