Fyrsta stelpumótið í dagPrenta

Fótbolti

Stelpuflokkarnir okkar tóku í dag þátt í sínu fyrsta móti þegar þær kepptu á Keflavíkurmótinu í Reykjaneshöll. Þær voru ótrúlega flottar og skemmtu sér mjög vel. Svakalega duglegar og gaman að sjá framfarirnar hjá þeim á þessum eina mánuði sem þær eru búnar að æfa saman. Einhver forföll voru og en þrír strákar úr 7. flokki hlupu í skarðið.

Við byrjuðum með æfingar fyrir 6. og 7. flokk núna í október og hafa mest verið um 20 stelpur á æfingum, Næsta æfing á þriðjudaginn kl 16:30 í Reykjaneshöllinni og hvetjum allar stelpur sem vilja prófa að mæta.

Áfram stelpur og áfram Njarðvík

23032920_10211846387928295_2564902967224534029_n (2)

23316377_10211846385488234_2263723613811977586_n (2)