Fúlt tap gegn GróttuPrenta

Fótbolti

Enn eina ferðina í sumar ráðsta úrslit leikja okkar á lokamínótunum eða á 93 mín en þá náðu Gróttu menn að gera sigurmark sitt. Við byrjuðum leikinn vel og strax á 6 mín skoraði Theodór Guðni og við vorum sterkari aðilinn og höfðum yfirhöndina allan fyrrihálfleik.

Grótta náði að jafna á 56 mín en seinnihálfleikur var svipaður og sá fyrri, við vorum sterkari aðilinn ef eitthvað var og vorum líklegir til að bæta við marki með nokkrum hættulegum sóknarlotum. Jafntefli úr þessari viðureign hefðu átt að teljast sanngjörn úrslit en það verður að berjast í þessu allt til loka leiks.

Eftir þennan leik sitjum við í áttunda sæti með 21 stig, við verðum að teysta á góð úrslit úr næsta leik gegn KF sem eru fallnir en eru alltaf til í að veita hinum liðunum keppni. Leikurinn gegn KF er á laugardaginn kemur kl. 14:00.

Leikskýrslan Njarðvík – Grótta

Myndirnar eru úr leiknum í dag.

img_6223

img_6307

img_6313