Fúlt jafntefli gegn ÍRPrenta

Fótbolti

Njarðvík og ÍR skildu jöfn 1 – 1 í Inkasso-deildinn í kvöld. Leikurinn var baráttuleikur frá upphafi til enda. Aðstæður voru hinar bestu fyrir utan sterkan við sem stóð á annað markið, Njarðvíkingar hófu leik undan vindinum og voru líflegir strax í upphafi og ógnuðu ÍRingum en þeir náðu að bjarga sér. Mark Njarðvíkinga kom á 31 mín og það var Kenny Hogg sem kom boltanum í netið.

ÍRingar ætluðu greinilega að nýta sér vindinn með sendingum fyrir markið og sjá hvað gerðist, vörnin og Róbert markvörður sá við þeim þar til tíminn var útrunninn en á 92 mín komu gestirnir boltanum í netið. Það sem eftir leið leiksins náðu bæði liðin að ógna marki hvors annars og menn voru að kítast sín á milli í návígum.

Fúlt fyrir okkur að geta ekki haldið fengnum hlut og komið okkur í 20 stigin en öll stig eru þegin við þessar aðstæður. Næsti leikur okkar er gegn HK í Kórnum á fimmtudaginn kemur.

Leikskýrslan Njarðvík – ÍR
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld