Frítt inn og grillborgarar gegn ÞórPrenta

Körfubolti

Njarðvík og Þór Akureyri mætast í Domino´s-deild karla fimmtudagskvöldið 8. febrúar næstkomandi. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni kl. 19:15 en frítt er inn á leikinn. Þá verða grillin ræst kl. 18:00 þar sem hægt verður að gæða sér á ljúfum borgara með gosi/svala fyrir litlar 1500kr.

 

Iðkendur úr yngri flokkum UMFN munu taka þátt í upphitun með meistaraflokki en það hefur jafnan sett mjög skemmtilegan svip á leikina í Ljónagryfjunni þegar framtíðin okkar mætir grænklædd og fær að kynnast starfi meistaraflokkanna.

 

Við hvetjum alla til að fjölmenna á leikinn gegn Þór enda tvö afar dýrmæt stig á ferðinni í jafnri og spennandi deildarkeppni.

 

#ÁframNjarðvík

RetturinnLogo