Freysteinn Ingi Guðnason á U16 úrtaksæfingum KSÍPrenta

Fótbolti

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið Freystein Inga Guðnason í 26 manna hóp til að taka þátt í úrtaksæfingum dagana 14.-16. febrúar.

Freysteinn er einn fárra leikmanna fæddir 2007 sem boðaðir eru á æfingar hjá U16.
Freysteinn Ingi hefur einnig einnig verið á úrtaksæfingum með U15 fyrr í vetur auk þess sem hann tók þátt í Hæfileikamóti KSÍ.

Knattspyrnudeildin óskar Freysteini Inga til hamingju með valið með U16 og góðs gengis á komandi æfingum.