Freyr Sverris stýrir KynningarkvöldinuPrenta

Körfubolti

Kynningarkvöld KKD UMFN verður nú haldið í annað sinn laugardaginn 29. september í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Í fyrra tókst kvöldið vel til þar sem stuðningsmenn tóku þátt með Njarðvíkurliðunum við að keyra sig í gang fyrir komandi leiktíð.

Maggi á Réttinum sér um glæsilegt forrétta- og steikarhlaðborð en húsið verður opnað gestum kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Þá mun Freyr Sverrisson stýra veislunni og Már Gunnarsson taka nokkur vel valin lög yfir borðhaldinu. Andri Ívars mætir svo og kitlar hláturtaugarnar.

Skemmtiatriði – góður matur – uppboð og þjálfarar Njarðvíkurliðanna kynna leikmannahópana.

Stefnir í hörku kvöld í Ljónagryfjunni. Tryggið ykkur miða á jbolafs@gmail.com eða síma 8681061.

Miðaverð kr. 5900,-