Æft hefur verið í 7 vikur í sumarnámskeiðum yngri flokka. Frábær mæting var í allt sumar undir leiðsögn flottra þjálfara.
Elsti hópurinn æfði á morgnana þar sem Logi Gunnarsson sá um þjálfunina.
Eftir hádegi æfðu yngri hóparnir þar sem Elvar Friðriksson þjálfaði tvo hópa, 6-11 ára og svo 12 -15 ára.
Aðrir þjálfara sem komu að þjálfun á sumarnámskeiðunum voru Ína María Einarsdóttir, Bylgja Sverrisdóttir, Eygló Alexandersdóttir og Hermann Ingi Harðarsson ásamt aðstoð frá leikmönnum UMFN sem leika með yngri landsliðum Íslands.