Förinni heitið að Hlíðarenda um helginaPrenta

Körfubolti

Glíman í Subwaydeild karla heldur áfram um helgina þegar Njarðvík heimsækir Val að Hlíðarenda kl. 20:15. Um stóran og mikilvægan leik er að ræða þar sem sigur kemur okkur í toppsæti deildarinnar. Áhorfendabanni er nú lokið svo Njarðvíkingar við stefnum að Hlíðarenda um helgina!

Við unnum fyrri deildarleikinn 96-70 í októbermánuði en máttum svo sjá á eftir sæti í undanúrslitum VÍS-bikarsins upp í hendur Valsmanna. Leikur sunnudagsins verður því einkar athyglsiverður og spennandi.

Valsmenn hafa vegna heimsfaraldursins ekki spilað í deildarkeppninni síðan 14. janúar 2022 en þá skelltu þeir Tindastól 96-71.

Okkar menn hafa leikið þrjá leiki í deild á nýja árinu, fyrst lentum við í sniðglímu á lofti gegn Stjörnunni með 97-77 tapi í Garðabæ en réttum svo úr kútnum með geggjuðum 92-109 útisigri gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn og fylgdum þeim góða sigri eftir með tveimur stigum í Ljónagryfjunni gegn Þór Akureyri.

#ÁframNjarðvík

Staðan í Subwaydeild karla