Flottur endir á tímabilinu hjá nokkrum hópum um helginaPrenta

Körfubolti

Körfuboltatímabilinu lauk hjá nokkrum liðum yngri flokka UMFN um helgina. 8.flokkur stúlkna endaði frábæran vetur á að vinna til silfurverðlauna á Íslandsmótinu en liðið tapaði aðeins 3 leikjum allt tímabilið og unnu 16. Þær byrjuðu mótið í B riðli en unnu sig strax upp í A-riðil og unnu A riðil í síðasta fjölliðamóti fyrir lokaúrslitin. Veturinn endaði svo með að ná í silfurverðlaun en þær unnu KR í úrslitaleik um annað sætið í gær.

8.flokkur drengja spilaði einnig í A-riðli um helgina og endaði í 4.sæti, flottur árangur hjá þeim en þess má geta að um 40 lið eru skáð til leiks i Íslandsmótinu á þessum aldri.

9.flokkur stúlkna komst alla leið í undanúrslit í 1.deild en tapaði gegn Stjörnunni í Ásgarði síðasta fimmtudag. Flottur árangur hjá þeim í þessum sterka árgangi.

Minnibolti 10 ára stúlkna og drengja spiluðu einnig sín síðustu mót. Fjögur lið voru skráð til leiks frá Njarðvík. Liðin tóðu þau sig öll vel og voru tvö lið í A-riðli. Eitt í minnibolta stúlkna og eitt í minnibolta drengja. Stúlkurnar enduðu í öðru sæti A-riðils eftir flottan sigur á liði Sjörnunar og drengirnir enduðu í 5.sæti A-riðils. Frábær árangur, en um 40-50 lið eru skráð til leiks í upphafi móts.

Um síðustu helgi luku svo minnibolti 11 ára keppni. Stúlkurnar spiluðu í C-riðli 1 og unnu alla sína leiki. Drengirnir unnu einnig alla sína leiki í D-riðli 1 . Virkilega vel gert þá þeim, en rúlmlega 50 lið eru skráð til leiks í Íslandsmót stúlkna og drengja í þessum árgangi.

Eitt lið er enn eftir í úrlslitum yngri flokka frá félaginu en það er drengjaflokkur sem mun spila til úrslita í 2.deild, úrslitaleikurinn fer á laugardaginn í Dalhúsum í Grafarvogi.