Fimmti flokkur upp í B riðillPrenta

Fótbolti

Fimmti flokkur lauk keppni í Íslandsmótinu á föstudaginn þegar þeir léku við KFR á heimavelli. Flokkurinn lék við í C-riðli Íslandsmótsins og  A liðið okkar endaði í 2. sæti í keppni A liða og það þýðir að flokkurinn hefur unnið sér sæti í  B-riðil Íslandsmótsins næsta sumar. Í B-riðli eru aðeins lið á suðvestur horni landsins og því má búast við stuttum og einföldum ferðum næsta sumar.

A liðið lenti í öðru sæti C riðils eins og áður sagði fimm stigum á eftir liði Leiknis R. og ekkert 5. flokks lið á landinu náði að halda markinu jafnt oft hreinu og A-lið okkar alls 6 sinnum. B liðið endaði einnig í öðru sæti í keppni B liða með þremur stigum minna en lið Breiðabliks 2. C lið flokksins endaði í tíunda sæti af fimmtán í keppni C liða.

Flokkurinn og þjálfarar þess Guðna Erlendssyni og Inga Þór Þórissyni eiga hrós skilið fyrir góðan árangur og var honum fagnað með grillveislu á föstudaginn eftir leiki dagsins.

Nú er að styttast í að starfsárið klárist en við munum æfa út næstu viku og taka svo frí þar til við hefjum æfingar í Reykjaneshöllinni um mánaðarmótin sep/okt.

Myndirnar eru frá sumrinu og teknar af Hjalta Þór Þórólfssyni.