Fimmti flokkur Njarðvík var þátttakandi á N 1 mótinu á Akureyri líkt og síðust ár. Alls voru við með tvö lið í keppni og 17 strákar. Strákarnir stóðu sig vel og voru þeir ásamt þjálfara og foreldrum mjög sátt í mótslok. Á svona móti eru úrslitin allskonar en lið tvö lenti í 13 sæti af 24 og lið eitt komst í undanúrslit i sínum deildum. Allir strákarnir eru að sýna miklar framfarir og þessi mót skila allaf eftir skemmtilegar minningar.
Myndirnar eru frá mótinu og teknar af foreldrum drengjanna.