Fimm fulltrúar frá Njarðvík í Hæfileikamóti KSÍ um helginaPrenta

Fótbolti

Um síðustu helgi fór fram Hæfileikamót KSÍ í umsjón Dean Martin  í Kórnum í Kópavogi. Undanfari mótsins voru æfingar á vegum KSÍ og í framhaldinu voru drengir víðsvegar af landinu valdir til þátttöku á sjálfu Hæfileikamótinu. Mótið er fyrir drengi í 4. flokki á aldrinum 13 til 14 ára og var hópnum skipt í sex lið sem léku í tveimur riðlum.

Í ár átti Njarðvík fimm fulltrúa á mótinu og hefur Njarðvík aldrei áður átt jafnmarga fulltrúa á sama mótinu. Þeir drengir sem voru valdir voru Pálmi Rafn Arinbjörnsson, Reynir Aðalbjörn Ágústsson,  Finnur Valdimar Friðriksson allir fæddir 2003 og þeir Erlendur Guðnason og Svavar Örn Þórðarson báðir fæddir 2004. Allir drengirnir stóðu sig vel og voru félaginu til sóma.

Mynd/ Erlendur, Pálmi Rafn, Svavar Örn

22385041_10210303118314956_1265308919_n (2)

Reynir Aðalbjörn Ágústsson

22414428_10154957086191728_1413183790_n (8)

Finnur Valdimar Friðriksson