Færni og boðsund á æfingadegi 3Prenta

Sund

Þriðji og síðasti stóri æfingadagurinn á þessu tímabili var haldinn í gær. Þar komu saman sundmenn úr Sprettfiskum, Flugfiskum og Sverðfiskum í undirbúningi fyrir Landsbankamót.; Þjálfararnir Helga, Hjördís og Ólöf sáu um þjálfunina og Anthony yfirþjálfari stýrði æfingunni.; Æfingin endaði á mögnuðu 13×25 m boðsundi sem endaði þannig að aðeins 5 sekúndur skildu liðin að.; Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt, sérstakar þakkir fá þjálfararnir.