Engin stig í kvöldPrenta

Fótbolti

Ekki tókst okkur að fá stig út úr viðureign okkar við Skagamenn í kvöld. Gestirnir náðu forystunn strax á 9 mín með góðu marki og náðu yfirhöndinni í leiknum sem þeir héldu út fyrrihálfleik án þess að ná að bæta við marki.

Skagamenn náðu að bæta við marki á 52 mín eftir hornspyrnu og voru sterkari aðilinn þegar leið á leikinn. Eftir tvöfalda skiptinu þegar þeir Bergþór Ingi og Krystjan komu inná á 63 mín færðist meira líf í heimamenn og þeir fóru að ógna gestunum. Mark okkar kom á 86 mín en það var sjálfsmark eftir að við höfum gert harða hríð að markinu. Við vorum ekki fjarri því að jafna leikinn en þeir björguðu á línu í uppbótatímanum eftir að við höfðum gert harða hríða að marki þeirra.

Sigur Skagamanna var sanngjarn þeir hafa aðeins meiri gæði en við og nýttu það. Við hefðum með smá heppni geta jafnað og tekið annað stigið sem hefði verið kærkomið.

Næsti leikur okkar er á þriðjudaginn þegar við förum á Ásvelli og leikum við Hauka.

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld.

Leikskýrslan Njarðvík – ÍA
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús