Endurbætt lýsing í ReykjaneshöllPrenta

Fótbolti

Í morgun var formlega kveikt á ný endurbættri lýsingu í Reykjaneshöll. Eldri lýsingu verið skipt út og í stað hennar sett upp LED-lýsing í Reykjaneshöllina. Nýja lýsingin notar notar aðeins um þriðjung af  því rafmagni sem áður þurfti og því mun stofnkostnaður vegna nýju ljósanna borga sig á fjórum árum.

Það var Njarðvíkingurinn Meinert Jóhannes Nilssen, 94 ára göngugarpur, sem kveikti formlega á nýju ljósunum í Reykjaneshöll í morgun eftir að gönguhópur eldri borgara hafði tekið morgunhringina sína í Reykjaneshöllinni.

Þeir sem þekkja til í Reykjaneshöllinni sjá að nýja lýsingin er mun betri en sú sem hefur verið skipt út og hefur verið frá því Reykjaneshöll opnaði árið 2000. Mun bjartara er í húsinu og lýsingin jafnari en áður.

Fleiri mannvirki Reykjanesbæjar verða LED-lýst á næstunni. T.a.m. verður kveikt á nýrri LED-lýsingu Ljónagryfjunni í Íþróttahúsi Njarðvíkur í kvöld.

Á myndinn eru þeir Meinert Jóhannes Nilssen og bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson

Sjá frétt á vf.is

Myndir/Víkurfréttir