Emil og Íris á verðlaunapalliPrenta

Lyftingar

Haustmót LSÍ fór fram í Garðabæ 18.september þar sem keppt var í Ólympískum lyftingum.

Massi átti tvo keppendur á mótinu.
Íris Rut Jónsdóttir sigraði -64kg flokk kvenna er hún snaraði 73kg og lyfti 100kg í jafnhendingu. Samanlagður árangur var því 173 kg sem er besti árangur sem Íris hefur náð á lyftingarmóti. Hún endaði jafnframt í 2.sæti kvenna á mótinu með 226,2 sinclair stig.

Emil Ragnar Ægisson sigraði -89kg flokk karla er hann snaraði 130kg og lyfti 160kg í jafnhendingu. Samanlagður árangur var því 290 kg sem er 23kg bæting frá því á RIG í janúar 2021. Með þessum árangri setti Emil íslandsmet í jafnhendingu í senior flokki og bætti sitt persónulega met í snörun um 15kg. Emil sigraði mótið í stigakeppni karla með 338,8 sinclair stig. Þessi árangur Emils gerir hann áttunda stigahæsta karl frá árinu 1998.

Innilega til hamingju Íris og Emil!

Umfjöllun LSÍ frá mótinu má finna HÉR og öll úrslit mótsins HÉR