Emil með gull og Elsa slær heimsmetPrenta

Lyftingar

Reykjavík International Games (RIG) standa nú yfir og var keppt í lyftingum um helgina. Tveir keppendur frá Massa tóku þátt. 

Emil Ragnar Ægisson gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun í Ólympískum lyftingum með 326,7 sinclair stig. Emil snaraði 123kg í annari tilraun og fékk gilt. í þriðju tilraun reyndi hann við 131kg sem hefði verið persónuleg bæting en það gekk því miður ekki upp. Í jafnhendingu lyfti hann 150kg örugglega í fyrstu tilraun en klikkaði svo í annari tilraun er hann reyndi við 156kg. Þau fóru hinsvegar upp í þriðju tilraun og var lyftan gild. Samanlagður árangur var því 279kg en besti árangur Emils er 290kg.

Elsa Pálsdóttir keppti í klassískum kraftlyftingum og átti glæsilegt mót. Elsa Lyfti 125kg í hnéybeygju í fyrstu tilraun en fékk ógilt og reyndi því aftur í annari tilraun og var lyftan þá gild. í þriðju tilraun lyfti Elsa 137,5 kg og bætti þar með eigið heimsmet í -76kg flokki öldunga M3. Í bekkpressu lyfti Elsa 55kg, því næst 60kg og loks 62,5kg sem er persónuleg bæting um 2,5kg og nýtt íslandsmet í hennar flokki. Í réttstöðu var engin undantekning og bætti Elsa eigið heimsmet er hún lyfti 162,5kg í þriðju lyftu. Samanlagður árangur var því 362,5 sem er 10kg bæting á eigin heimsmeti í -76kg flokki öldunga M3.

Þess má geta að fleirri keppendur frá Massa var boðin þáttaka á RIG í framhaldi af góðum árangri á liðnu ári en þau gátu því miður ekki verið með vegna meiðsla eða veikinda. í Ólympískum lyftingum voru það þær Íris Rut Jónsdóttir og Katla Björk Ketilsdóttir. Írisi var einnig boðin þáttaka í klassískum kraftlyftingum ásamt Sindra Frey Arnarssyni.

Úrslit frá mótinu má nálgast hér

Fréttin hefur verið uppfærð.

Emil með gullverðlaun á RIG 2022