Elvar Friðriksson kemur í heimsóknPrenta

Körfubolti

Njarðvíkingurinn og landsliðsmaðurinn Elvar Friðriksson mun koma í heimsókn sem gestaþjálfari í komandi viku og sjá um æfingar alla vikuna hjá tveimur elstu hópunum. En sumaræfingarnar eru nú á fullu hjá yngri flokkum UMFN. Hann mun einnig kíkja í heimsókn hjá þeim yngstu.

Elvar er einn af fremstu leikmönnum Ísland og átti frábært tímabil í efstu deild í Litháen sem er ein allra stærsta körfuboltaþjóð Evrópu, þar var hann valinn leikmaður ársins  í vetur. 

Það verður virkilega gaman að fá hann til okkar og miðla reynslu sinni og þekkingu til iðkenda félagsins. Frábær fyrirmynd sem við Njarðvíkingar erum stoltir af.