Ekki var að spauga með þá Útnesjamenn!Prenta

Körfubolti

Svo orti Ólína Andrésdóttir við lag Sigvalda Kaldalóns en þau vissu hvað þau sungu. Föstudaginn 17. febrúar verður heldur ekkert spaugað með okkur Útnesjamenn þegar Njarðvík og Grindavík leiða saman hesta sína í Ljónagryfjunni í Domino´s-deild karla. Suðurnesjaglíman hefst kl. 19:15!

Hér eru á ferðinni tvö stig af dýrari gerðinni, Njarðvík með 16 stig í 7. sæti deildarinnar en Grindavík með 18 stig í 5. sæti. Grindvíkingar höfðu 12 stiga sigur í fyrri umferðinni fyrir jól og nú er komið að því að grýta til þeirra lambinu gráa!

Njarðvíkingar fjölmennum á föstudag og hnoðum í stemmningu sem Ljónagryfjunni sæmir í Suðurnesjaslag.

#ÁframNjarðvík

Skráðu þig til leiks