Einar Orri orðinn leikmaður NjarðvíkurPrenta

Fótbolti

Fyrr í vikunni skrifaði Einar Orri Einarsson undir tveggja ára samning við Njarðvík. Einar þekkja flestir knattspyrnu áhugamenn hér í bæ, hann hefur spilað 180 leiki fyrir nágranna okkar í Keflavík þar sem hann hóf sinn feril. Hann lék tvö síðustu tímabil og bar fyrirliðabandið með Kórdrengjum sem stóðu uppi sem sigurvegarar bæði í 3. deild í fyrra og 2. deild nú í sumar. Einar var í liði ársins í 2. deildinni hjá fotbolti.net sem birt var nýverið.

Við Njarðvíkingar fögnum komu Einars og bjóðum hann hjartanlega velkominn í Njarðvík og væntum mikils af honum á komandi keppnistímabilum.

Hér má sjá frétt af vef Víkurfrétta.

Áfram Njarðvík.