Duga eða drepast!!Prenta

Körfubolti

Þetta er ekkert flókið, það er “do or die, winner takes it all” leikur í Ljónagryfjunni annað kvöld á slaginu 19:15! Ykkur stuðningsmönnum verður hleypt inn um 6 leytið og því um að gera að mæta MJÖG SNEMMA því færri munu komast að en vilja. Allir Njarðvíkingar ætla að mæta og styðja við bakið á strákunum í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum íslandsmótsins. Eins og flestir vita þá hefur þessi rimma liðanna ekki valdið vonbrigðum hingað til og nú ræðst þetta allt í leik númer fimm á heimavelli. Liðin hafa nú mæst 6 sinnum í heildina yfir tímabilið, tvisvar sinnum í deild og fjórum sinnum í þessari svakalegu seríu. Liðin eru jöfn eftir þessa sex leiki en bæði lið hafa unnið alla sína leiki á heimavelli og verðum við að vona að það haldi áfram á morgun. Njarðvíkingar eiga hrós skilið fyrir mætingu og stuðning í gegnum úrslitakeppnina hingað til en á morgun verða lætin tekin á næsta “level”. Stjörnumenn munu fjölmenna og Silfurskeiðin mun ekki láta sig vanta. Nú látum við sko í okkur heyra og það almennilega! Endilega ef þið eigið einhverja græna yfirhöfn að henda ykkur í hana og allir að skarta fallega græna litnum upp í stúku. (Látið þetta berast með grænu yfirhafnirnar, við viljum stúkuna græna á morgun!) Kæru Njarðvíkingar, þetta ræðst allt í þessum eina leik. Einn leikur þar sem allir Njarðvíkingar munu gefa allt sitt í þetta STRÍÐ bæði á vellinum sem og upp í stúku. Stríðið hefst eins og fyrr segir klukkan 19:15 á parketinu í Ljónagryfjunni annað kvöld. Ykkar stuðningur er gríðarlega mikilvægur og strákarnir þurfa á því að halda!!! Eitt að lokum: FYRIR FÁNANN OG UMFN, ÁFRAM NJARÐVÍK!!!!