Síðasta laugardag keppti drengjaflokkur Njarðvíkur gegn drengjaflokki Grindavíkur í undanúrslitum og vann 78 – 69. Voru Njarðvíkingar alltaf sterkari aðilinn í leiknum og mest voru þeir 20 stigum yfir. Þess má geta að drengjaflokkur Njarðvíkinga hafa ekki tapað leik í vetur. Í úrslitum mæta þeir ÍR eftir að ÍR vann Þór Ak á sunnudaginn. Ekki er ljóst hvenær úrslitarimman verður en líklegt þykir að hún verði annaðhvort spiluð á föstudegi eða sunnudegi
sjá yfirlit bikarkeppni hér
sjá yfirlit deildarkeppni hér